VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR
Í ÞRIFUM FYRIR HÚSFÉLÖG

Húsfélagaþjónustan sérhæfir sig í ræstingum fyrir húsfélög.
Við bjóðum upp á reglubundin þrif og ræstingu sameigna fjölbýlishúsa.
Einnig tökum við að okkur stök verkefni við að þrífa allt mögulegt!

 

Þjónusta

Sameignir

Ræstingar fyrir húsfélög kalla á sérsniðna þjónustu fyrir hvern viðskiptavin og þar liggur okkar styrkur.

Lesa meira

Gólf

Áratuga reynsla í meðhöndlun gólfefna. Við vitum hvaða efni og aðferðir henta best fyrir dúka og steinteppi.

Lesa meira

Teppi

Er teppið orðið óhreint?

Ein heimsókn frá okkur færir þér tandurhrein teppi.

Lesa meira

Gluggar

Körfulyftur, gluggaþvottakústar og áratuga reynsla starfsfólksins færir þér útsýni og hreina glugga.

Lesa meira

Mottur

Mottur eru mikil húsfélagaprýði en meðhöndlun þeirra er flókin.

Mottuleigan okkar leysir málið.

Lesa meira

Sorpgeymslur

Sorpgeymslan þarf ekki að vera eins og ruslahaugur; við sjáum um að halda henni snyrtilegri.

Lesa meira

Umsagnir

Þrifin hafa frá upphafi verið óaðfinnanleg og aldrei hafa nein vandamál komið upp. Þrifin hafa jafnvel farið fram úr því, sem við áttum von á.

Eðvar Ólafsson

Formaður húsfélagsins Herjólfsgötu 36-38-40

Við höfum verið sérlega ánægð með þjónustu fyrirtækisins. Starfsfólkið er vandvirkt og ábyggilegt. Við getum fyllilega mælt með þeim.

Þorsteinn S Þorsteinsson

Formaður húsfélagsins Kirkjuvöllum 9

Húsfélagaþjónustan hefur annast þrif i Rjúpnasölum 14 frá árinu 2004 og er almenn ánægja með þeirra störf.

Þorgeir Sigurðsson

Formaður húsfélagsins Rjúpnasölum 14

Fá tilboð

Gerum föst verðtilboð í stærri verk og langtímasamninga við fyrirtæki og húsfélög sé þess óskað.
Fylltu út formið hér fyrir neðan eða hringdu í okkur í síma 555 68 55

Hvaða þjónustu má bjóða þér?

* verður að fylla út

Um okkur

Húsfélagaþjónustan ehf. hefur starfað frá árinu 2002 og felst meginstarfsemi fyrirtækisins í þjónustu við húsfélög, stofnanir og fyrirtæki.

Húsfélagaþjónustan leggur metnað sinn í að bjóða upp á vandaða þjónustu á sem flestum sviðum. Þjónustan er sniðin að óskum hvers viðskiptavinar, en reynsla okkar hefur sýnt að viðskiptavinir okkar vilja gjarnan eiga viðskipti við einn aðila sem býður upp á víðtæka þjónustu, það sem fyrirtækið býður er

Rekstrarumsjón sem fellst í því að hafa heildarumsjón með ræstingu og annari ummsjón.Teppahreinsun, gluggaþvott,umsjón með sorpgeymslunni,mottuleigu,peruskiptum oa almennu eftirliti með húseigninni.

Árið 2016 keypti fyrirtækið atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg 32 í Kópavogi þar sem eru til húsa skrifstofur, lager, þvottahús og aðstaða fyrir starfsfólk.